Samtök stofnfjáreigenda Spkef ætla að skoða málsókn
Samtök stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík, héldu aðalfund þann 30. maí sl. í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja, mæting var nokkuð góð og var fundurinn sendur út með fjarfundabúnaði. Upply´st var að stjórn Samtakanna sendi bréf þann 26. maí 2011 til Efnahags- og viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra og forsætis- og viðskiptanefndar Alþingis, með ósk um að rannsókn hefist þegar í stað á falli sparisjóðanna, segir í frétt frá samtökunum
Í bréfi þessu var bent á mikilvægi þess að rannsakað verði eftirfarandi í starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík:
1. Lánveitingar til einstaklinga og einkahlutafélaga
2. Afskriftir skulda
3. Misnotkun stjórnenda á fjármunum Sparisjóðsins
4. Innherjaviðskipti
Bréf þetta var afhent á skrifstofu Alþingis. Rannsóknarnefndin var stofnuð, en ekki er vitað hvenær hún ly´kur störfum. Lögmaður var ráðinn til að vinna með stjórninni, Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl. Hún mætti á fundinn, hélt erindi um þau málefni, sem hún hefur unnið að. Kynnt voru samskipti við Fjármálaeftirlitið (FME), farið var á fundi þar með ósk um að fá afhent afrit af
sky´rslu sem PWC endurskoðunarskrifstofa hafði unnið, en slitastjórn Sparisjóðsins greitt fyrir. Það gekk ekki eftir að öðru leyti en því að FME afhenti efnisyfirlit sky´rslunnar, inngang og samandregna niðurstöðu, allt án tölulegra upply´singa.
Kynntur var eftirfarandi útdráttur úr ársreikningum Sparisjóðsins í Keflavík, fyrir árin 2006-2010 er sy´nir breytingu (lækkun) á eigin fé Sparisjóðsins um 49.5 miljarða króna eins og sjá má hér:
sem hly´tur að teljast skelfileg niðurstaða, sbr. svar Árna Páls Árnasonar, fyrrv. viðskiptaráðherra á Alþingi þann 22. mars 2011. Þar sagði hann jafnframt:
„Fyrst um fortíðina, vegna þess að hv.þm. Árni Johnsen nefndi áðan það stórslys að Sparisjóður Keflavíkur hefði ekki verið endurreistur og vildi meina að í því fælist metnaðarleysi af hálfu ríkisins, það var einfaldlega ekki í mannlegu valdi að endurreisa hann enda hefði þurft að eyða til þess meiru en tveimur þriðju af því sem líklegt er að við hefðum þurft að borga vegna Icesave. Slíkt var það stórslys sem þeir óvönduðu menn skildu eftir sig sem ránshendi höfðu farið um þann sparisjóð og deilt út lánum án trygginga til vildarvina og félaga. Það er með ólíkindum en það gjaldþrot virðist vera á góðri leið með að eignast sess í heimssögunni vegna þess að svo lítið fæst upp kröfur við gjaldþrot Sparisjóð Keflavíkur að hann sker sig algerlega úr, þegar horft er á fjármálastofnanir sem lent hafa í þrotameðferð”
Almenn samstaða var á fundinum um það að samtökin létu skoða málsókn á hendur, stjórn, sparisjóðsstjóra, yfirmönnum og endurskoðendum, svo og að kanna kröfu í starfsábyrðgartryggingar sem hljóta að hafa verið til staðar.
Ákveðið að félagsgjald til samtakanna verði kr. 4.000. Nokkur umræða var um greiðslu gjaldsins en fáir hafa greitt fyrir árið 2012. Formaður samtakanna sagði það forsendur að halda áfram málinu með lögfræðingi að gjaldið yrði greitt. Öðruvísi væri ekki hægt að halda áfram að vinna í málefnum stofnfjáreigenda.
Bankaupply´singar: 0146-05-1110 / kt. 661110-0740.
Mynd: Þórunn Einarsdóttir var endurkjörinn formaður Samtaka stofnfjáreigenda.