Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samþykktu uppsetningu ratsjár á Þorbjörn
Laugardagur 2. febrúar 2008 kl. 13:16

Samþykktu uppsetningu ratsjár á Þorbjörn

Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að heimila uppsetningu á ratsjá á Þorbirni, til vöktunar á siglingaleiðum fyrir Reykjanesið.

Í beiðni frá Landhelgisgæslu og Neyðarlínunni segir að þessi nýja ratsjá sé sett upp vegna nýrra laga um siglingarleiðir. Hún þarf að draga allt að 40 sjómílur út af landinu og er því nauðsynlegt að hann nái sem hæst upp og segir í beiðninni að Þorbjörninn sé því eini staðurinn sem uppfyllir þessi skilyrði.

Undir hann verður steyptur sökkull sem verður einn fermetri að flatarmáli og 40 sm rör verður fest ofan á hann.

Beiðnin var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta, einn sat hjá en Pétur Breiðfjörð, fulltrúi Framsóknarflokks, kaus gegn uppsetningunni. Hann lagði fram bókun í framhaldinu þar sem hann sagðist ekki geta með nokkru móti samþykkt uppsetningu ratsjárinnar í umhverfi Grindavíkur þar sem að ekki liggi fyrir óháð mat á áhrifum ratsjárinnar á heilsu manna.

Loftmynd/Þorsteinn Gunnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024