Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samþykkt liggur fyrir um hundahald
Föstudagur 5. ágúst 2011 kl. 17:33

Samþykkt liggur fyrir um hundahald

Fulltrúi lögreglu sagði í samtali við Víkurfréttir að lögreglan fái jafnan tilkynningar um lausa hunda og þeim tilkynningum sé fylgt eftir. Þegar hundar ráðast að fólki er það sömuleiðs tilkynnt til lögreglu sem vinnur úr málunum í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Hvert tilfelli er skoðað og tekið tillit til aðstæðna hverju sinni. Svo er vegið og metið hvort ástæða þyki til að aflífa hundinn og eigandi sæti refsingu. Lögreglan segir það þó afar sjaldgæft að eigendur sæti refsingu eftir að hundur hafi gerst brotlegur að einhverju leiti.

Í frétt okkar af hundamálum í Innri-Njarðvík er minnst á samþykkt um hundahald á Suðurnesjum. Samþykkt liggur fyrir sem gildir í Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Miðneshreppi, Gerðahreppi,Vatnsleysustrandarhreppi og Hafnahreppi. Samþykktin er frá árinu 1987.

Fram kom í frétt okkar í máli drengsins sem bitinn var í andlitið í Innri-Njarðvík að samkvæmt heimildum sem Víkurfréttir hafa þá liggja ekki enn fyrir samþykktir frá Reykjanesbæ um hvað skuli aðhafast í málum sem þessum en lögreglan bíður víst svara frá bæjaryfirvöldum. Það er ekki rétt og eins og áður segir liggur samþykkt fyrir frá árinu 1987.

Mikil umræða er í samfélaginu þessa stundina í sambandi við hundahald og skyldur eiganda. Samkvæmt samþykktinni þá er hundahald bannað í ofantöldum sveitarfélögum. Nema veitt sé undanþága. Það sem fellst einfaldlega í þeirri undanþágu er að skrá hundinn og gera grein fyrir því að hann sé ekki sýktur að neinu leiti. Svo þarf eigandi að bera ábyrgð á hundinum og þar fram eftir götunum.

Svo er það málið með óskráða hunda, en dæmi eru um að hundar séu ekki skráðir hjá H.E.S og þarf ekki að leita lengra en í máli Rottweiler-hundsins sem beit 12 ára stúlkuna nú fyrr í vikunni. Sá eigandi hafði ekki leyfi fyrir hundinum og var hann því aflífaður mjög fljótlega.

Annað var uppi á teningnum með Border Collie hundinn sem beit drenginn í andlitið en það mál er enn í rannsókn hjá Heilbrigðiseftirlitinu en kæra liggur fyrir. Hundurinn hefur ekki verið tekinn af eiganda og rannsakaður að neinu leiti eða ákvörðun tekin fyrir um afdrif hundsins eftir því sem Víkurfréttir komast næst.

Í samþykkt um hundahald frá 1987 kemur meðal annars fram:

Hundahald er bannað innan ofangreindra sveitarfélaga á Suðurnesjum að undanskildum þarfahundum á lögbýlum, leitarhundum og hundum til aðstoðar blindu og fötluðu fólki samkvæmt læknisráði.

Sveitarstjórnum er heimilt að veita undanþágu til hundahalds með eftirtöldum skilyrðum:

a. Hundurinn skal skráður hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja ( H.E.S.) og er leyfi bundið við nafn og heimilisfang lögráða einstaklings. Hundurinn skal merktur með INDEXEL örmerki auk merkis í hálsól sem sýni að hann hafi verið hreinsaður af bandormum.

c.
Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hund inn í skóla, íþróttahús, sundstaði, barnaleikvelli, almenningsfarartæki, matvöruverslanir, fiskverkunarhús eða aðra staði þar sem matvæli eru um hönd höfð, ennfremur sjúkrahús, kirkjur, bókasöfn og aðrar opinberar stofnanir. Þarfahundar á lögby´lum (smalahundar) mega ekki ganga lausir utan girðingar nema þegar þeir eru notaðir við smölun.

f. Hundar mega ekki valda ónæði með spangóli eða gelti.

g. Þegar hundur er í festi á húslóð skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins.

h. Hundaeigendum ber að viðhafa fullkomið hreinlæti í meðferð hunda sinna og m.a. fjærlægja hundaskít.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024