SAMTAKA ályktar vegna fyrirhugaðs partýs á Glóðinni
SAMTAKA-hópurinn lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna þeirra siðferðisbresta sem fram koma í auglýsingu Glóðarinnar í Keflavík þar sem svokallað „Dirty Night“ er auglýst.
Hópurinn hvetur rekstraraðila til að hætta við fyrirhugaða skemmtum. Jafnframt hvetur SAMTAKA-hópurinn unga fólkið til að sniðganga skemmtunina og forráðamenn til að bregðast við. Þögn sé sama og samþykki, segir í ályktun sem hópurinn hefur sent frá sér en hann koma saman til fundar í gær vegna málsins.
SAMTAKA-hópurinn er þverfaglegur samstarfshópur um forvarnir í Reykjanesbæ. Í honum eiga sæti fulltrúar foreldra, grunn-og framhaldsskóla, lögreglunnar, heilbrigðisstofnunar og Reykjanesbæjar.