Samstarf um uppbyggingu á frumkvöðlasvæði á Ásbrú
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf (Kadeco) og Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) hafa undirritað samkomulag um samstarf um uppbyggingu á frumkvöðlasvæði á Ásbrú þar sem áhersla verður lögð á græna orku, heilbrigðisvísindi og samgöngur.
Samkvæmt samkomulagi þessu mun NMÍ þjálfa verkefnisstjóra frumkvöðlaseturs Eldeyjar og veita honum faglegan stuðning í þeim störfum er lúta að málefnum frumkvöðla, auk aðstoðar og umsagna við mat á umsóknum um rými á frumkvöðlasetrum á Ásbrú.
Frumkvöðlasetur á Ásbrú sem rekin eru af Kadeco munu falla undir fræðsluáætlun NMÍ og því verða haldnir fræðslufundir og fyrirlestrar á þeim frumkvöðlasetrum. Frumkvöðlar á Ásbrú munu jafnframt hafa aðgang að fræðsludagskrá sem fram fer á öðrum setrum NMÍ.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson


 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				