Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samstarf um skógrækt til skoðunar
Frá skógræktarsvæði í Háabjalla í landi Voga. VF/Ellert Grétarsson
Laugardagur 22. apríl 2023 kl. 06:06

Samstarf um skógrækt til skoðunar

Anna Karen Sigurjónsdóttir, sjálfbærnifulltrúi hjá Reykjanesbæ, fundaði á dögunum með umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga um sameiginlega skógrækt í landi Voga annars vegar og Reykjanesbæjar hins vegar á landamerkjum sveitarfélaganna við Vogastapa.

Í fundargerð síðasta fundar umhverfisnefndar Sveitarfélagsins Voga segir að skógrækt  gæti hentað sem leið til kolefnisbindingar fyrir sveitarfélögin og fyrirtæki á svæðinu. Nefndin mun skoða mögulega staði til skógræktar í samvinnu við landeigendur á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024