Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samstarf þriggja skóla gegn einelti
Föstudagur 19. október 2012 kl. 09:36

Samstarf þriggja skóla gegn einelti

50 unglingar úr þremur grunnskólum; Lækjarskóla í Hafnarfirði, Garðaskóla í Garðbæ og Holtaskóla í Reykjanesbæ, hittust í gær í Skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði. Þessir unglingar eru í valfagi í skólunum sínum sem byggir á jafningjastuðningi.

Það sem valfögin í skólunum eiga sér sammerkt er að hafa að markmiði að vinna að eineltisforvörnum. Verkefni dagsins var að koma með hugmyndir og útfærslu á þeim fyrir Forvarnadaginn gegn einelti þann 8. nóvember nk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendur unnu vel saman, komu með frábærar hugmyndir, nutu samvista við jafnaldra sína úr öðrum skólum. Þau voru sannarlega fulltrúar vináttu, samvinnu, og umburðarlyndis sem er gott veganesti í jákvæðum samskiptum.