Samstarf slökkviliðanna styrkt
Samningur um samstarf og gagnkvæma aðstoð milli slökkviliðanna á Suðurnesjum og slökkviliðs varnarliðsins var undirritaður í gær.Samningurinn sem var undirritaður kemur í stað sams konar samnings frá 22. júní 1976. Samningurinn er gerður milli Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, Brunavarna Suðurnesja, Slökkviliðsins í Grindavík og Slökkviliðsins í Sandgerði.
Hann kveður á um að slökkviliðsstjóri á hverjum stað geti óskað eftir aðstoð frá öðru slökkviliði telji hann ástæðu til þess.
Samningurinn er gerður í þeim tilgangi að efla brunavarnir á Suðurnesjum, enda hafa samningsaðilar nægan mannafla og tækjabúnað til þess að takast á við stóra bruna, auk þess sem samstarf af þessum toga er talið æskilegt þar sem umdæmi slökkviliðanna eru nálæg hvert öðru.
Aðstoðin er veitt án endurgjalds.
Slökkviliði er ekki skylt að veita aðstoð, en ef það getur ekki látið hana í té af einhverjum ástæðum, ber að láta vita um það þegar í stað.
Stjórnandi þess slökkviliðs sem biður um aðstoð skal stjórna öllum aðgerðum og bera fulla ábyrgð á þeim. Honum er heimilt að fela öðrum stjórn á
vettvangi. Gert er ráð fyrir að slökkviliðin kynni sér aðstæður hjá hinum slökkviliðunum og að slökkviliðin haldi sameiginlegar æfingar eins og verið hefur á undanförnum áratugum.
Samningurinn var undirritaður af Gunnari Gunnarssyni sendiherra, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og David Architzel flotaforingja, yfirmanni varnarliðsins. Ellert Eiríksson bæjarstjóri og Mark Anthony kafteinn, yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins undirrituðu samninginn einnig fyrir hönd sveitarfélaganna sem eiga í hlut.
Hann kveður á um að slökkviliðsstjóri á hverjum stað geti óskað eftir aðstoð frá öðru slökkviliði telji hann ástæðu til þess.
Samningurinn er gerður í þeim tilgangi að efla brunavarnir á Suðurnesjum, enda hafa samningsaðilar nægan mannafla og tækjabúnað til þess að takast á við stóra bruna, auk þess sem samstarf af þessum toga er talið æskilegt þar sem umdæmi slökkviliðanna eru nálæg hvert öðru.
Aðstoðin er veitt án endurgjalds.
Slökkviliði er ekki skylt að veita aðstoð, en ef það getur ekki látið hana í té af einhverjum ástæðum, ber að láta vita um það þegar í stað.
Stjórnandi þess slökkviliðs sem biður um aðstoð skal stjórna öllum aðgerðum og bera fulla ábyrgð á þeim. Honum er heimilt að fela öðrum stjórn á
vettvangi. Gert er ráð fyrir að slökkviliðin kynni sér aðstæður hjá hinum slökkviliðunum og að slökkviliðin haldi sameiginlegar æfingar eins og verið hefur á undanförnum áratugum.
Samningurinn var undirritaður af Gunnari Gunnarssyni sendiherra, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og David Architzel flotaforingja, yfirmanni varnarliðsins. Ellert Eiríksson bæjarstjóri og Mark Anthony kafteinn, yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins undirrituðu samninginn einnig fyrir hönd sveitarfélaganna sem eiga í hlut.