Samræmdu prófin eru marktæk
Steinunn Njálsdóttir, íslenskukennari í Heiðarskóla hafði samband við VF vegna greinar sem birtist í síðasta blaði um niðurstöður samræmdra prófa. Í greininni segir að minna sé að marka prófin vegna þess að nú ráði nemendur sjálfir hvort þeir taki þau eða ekki. Steinunn segir að réttara sé að segja að minna sé að marka samanburð á milli skóla, en prófin séu alveg jafn marktæk fyrir einstaklingana. Með því að taka prófin sjái þeir hvar þeir standa í náminu.