Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samræma gjaldskrár í sameinuðu sveitarfélagi
Fimmtudagur 19. júlí 2018 kl. 07:00

Samræma gjaldskrár í sameinuðu sveitarfélagi

Tillaga að þjónustugjaldskrá sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis var lögð fram til umræðu í bæjarráði sveitarfélagsins á síðasta fundi þess. Bæjarráð vísaði tillögunni áfram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í ágúst.

Bæjarráð samþykkti jafnframt að einstaka kaflar þjónustugjaldskrár verði sendir viðkomandi fagráðum og starfsmanna þeirra til umsagnar og yfirferðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umsagnir fagráða skulu liggja fyrir bæjarráði 22. ágúst þar sem fram kemur hvar og hvernig er hægt að samræma gjaldskrár frá Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði.

Fjölskyldu- og velferðarnefnd fjalli um kaflann um félagsþjónustu. Fræðsluráð fjalli um kaflann um fræðslu- og uppeldissmál. Ferða-, safna og menningarráð fjalli um kaflann um menningarmál. Íþrótta- og tómstundaráð fjalli um kaflann um íþróttamiðstöðvar. Framkvæmda- og skipulagsráð fjalli um kaflann um þjónustugjöld framkvæmda og skipulags.