Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 29. júní 2001 kl. 09:34

Samningur um menningarmál

Bæjarráð Reykjanesbæjar fól Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa að kanna möguleika á samningi milli Reykjnaesbæjar og ríkisins um menningarmál. Nokkur sveitarfélög hafa farið þessa leið og hefur hún reynst mjög vel.
Markmið samningsins yrði að styrkja menningarlíf á Suðurnesjum með auknu fjármagni. Samningar hafa nú þegar verið undirritaðir á Akureyri og nú síðast á Austurlandi. Ríkið leggur fram fjármagn á móti framlagi heimamanna sem eykur fjármagn sem hægt er að nota í menningarverkefni auk þess sem forgangsverkefni fá betri stýringu. Að sögn Valgerðar er undirbúningsvinna þegar hafin í Reykjanesbæ og jákvæð viðbrögð hafa borist frá menntamálaráðuneytinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024