Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samningur um Land-nám undirritaður
Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 21:24

Samningur um Land-nám undirritaður

Samningur um LAND-NÁM var undirritaður milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum og samtakannaGróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs fyrir helgi og fór athöfnin fram í golfskálanum í Leiru. LAND-NÁM er samheiti á verkefnum sem samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) vinna með mennta- og uppeldisstofnunum víða í Landnámi Ingólfs. Verkefnin snúast um störf nemenda við trjárækt og aðra uppgræðslu.Jafnframt gera þeir athuganir, mæla og skrá ákveðna þætti og afla þannig gagna úr ríki náttúrunnar. Loks munu nemendur koma upplýsingunum fyrir í tölvutækum gagnagrunni. LAND-NÁM samþættar þannig umhverfismál og upplýsingatækni.

LAND-NÁM á Suðurnesjum sumarið 2003

Verkefnið “LAND-NÁM á Suðurnesjum” er samstarfsverkefni GFF og allra fimm sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Alls munu 60 - 70 ungmenni úr vinnuskólum og / eða atvinnuátaki sveitarfélaganna starfa samkvæmt aðferðum LAND-NÁMs við trjárækt og aðra uppgræðslu í námunda við sína heimabyggð. Ávinningur af verkefninu er fjölþættur:

1. Unnið er að hefðbundnum uppgræðslumarkmiðum, að koma til trjágróðri og hefta uppfok. Þessi verkefni eru sérstaklega ögrandi á Suðurnesjum þar sem gróður á víða erfitt uppdráttar.
2. Ungum Suðurnesjamönnum er veitt leiðsögn í hinni vísindalegu aðferð, nokkuð sem mun gagnast þeim þegar fram í sækir í námi og starfi.
3. Upplýsingar fást um framvindu, vöxt og viðgang trjágróðurs við mismunandi aðstæður á Suðurnesjum. Slíkar upplýsingar hafa mikið gildi fyrir alla þá sem sinna trjárækt og uppgræðslu.

Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir verkefnið og hefur námsmaður úr Kennaraháskóla Íslands verið ráðinn til að stýra hinum fræðilega þætti þess. Suðurlandsskógar, sem nú ná einnig til Suðurnesja, útvega verkefninu trjáplöntur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024