Samningur um endurvinnslu málma
Í dag var undirritaður samningur á milli Reykjanesbæjar og Hringrásar ehf. um endurvinnslu málma í bænum, en fyrirtækið Hringrás hefur um árabil sérhæft sig í endurvinnslu. Í samningnum felst að Reykjanesbær mun kosta leigu á 6 gámum sem settir verða upp á svæðinu sem Hringrás mun sjá um að losa. Með samningnum skuldbindur Reykjanesbær sig til að vinna að því að allir málmar sem falla til í sveitarfélaginu endi í móttöku Hringrásar til flokkunar og endurvinnslu. Hringrás mun koma gámunum fyrir í samstarfi við Reykjanesbæ og verður þeim komið fyrir með tilliti til iðnaðarsvæða og hugsanlegra gámasvæða.
Við undirritun samningsins sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri að þessi samningur væri í eðlilegu framhaldi af umhverfisátaki bæjaryfirvalda þar sem um 1.000 tonn af járnarusli voru fjarlægð í Reykjanesbæ og komið til endurvinnslu.
Við undirritun samningsins sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri að þessi samningur væri í eðlilegu framhaldi af umhverfisátaki bæjaryfirvalda þar sem um 1.000 tonn af járnarusli voru fjarlægð í Reykjanesbæ og komið til endurvinnslu.