Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samningur um eflingu íþróttastarfs fatlaðra
Mánudagur 4. mars 2019 kl. 10:00

Samningur um eflingu íþróttastarfs fatlaðra

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar og Íþróttafélagið Nes hafa undirritað samstarfssamning um eflingu á íþróttastarfi fyrir fatlaða.
 
Íþróttafélagið Nes hefur rekið fjölbreytt íþróttastarf fatlaðra á Suðurnesjum frá árinu 1991. Um 70 virkir iðkendur æfa hjá félaginu um þessar mundir,  eina eða fleiri af þeim 6 íþróttagreinum sem í boði eru. Iðkendur eru frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.
 
Reykjanesbær hefur stutt starfið ötullega í gegnum árin með góðu aðgengi að íþróttamannvirkjum bæjarins en kemur nú inn með fjárstyrk til að styðja enn betur við rekstur félagsins.
 
Þess má geta að sveitarfélögin Garður og Sandgerði, nú Suðurnesjabær styrkja einnig starf félagsins með árlegum fjárstyrk.
 
Á myndinni eru: Hafþór Barði Birgisson skrifaði undir samning fyrir hönd Íþrótta- og tómstundaráðs. Jóhanna María Gylfadóttir, formaður Nes skrifaðir undir samning fyrir hönd Nes og Unnur Hafstein Ævarsdóttir var fulltrúi iðkenda við undirritun.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024