Samningur um byggingu nýrrar álmu í FS undirritaður
Rétt í þessu var að ljúka undirskrift samnings um byggingu nýrrar 2500 fermetra álmu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja á sal skólans. Aðilar að samningnum eru menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti fyrir hönd ríkisins og Gerðahreppur, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær og Vatnsleysustrandarhreppur fyrir hönd sveitarfélaga á Suðurnesjum.