Samningur Byrgisins við Ríkið undirritaður 1. júní
Samningur verður undirritaður á milli Fasteigna ríkisins og Byrgisins, vegna Efri-Brúar, sem fjármálaráðuneytið keypti á dögunum fyrir Byrgið sem meðferðarheimili en Byrgið yfirgefur Rockville 1. júní. Þá er verið ganga frá afnotasamning á húseign Landspítalaháskólasjúkrahúss á Vífilstöðum. Heilbrigðisráðuneytið, Landspítalaháskólasjúkrahús og Byrgið koma að samningnum.Í næstu viku verður að lokum undirritaður þjónustusamningur á milli félagsmálaráðuneytisins og Byrgisins vegna vistunar 55 einstaklinga í hverjum mánuði, um 80 manns leita sér hjálpar á mánuði og er langur biðlisti. Áfangahús verður starfrækt á vegum Byrgisins í Reykjavík, fyrir 20 manns. Þá er í undirbúningi samningur á milli Dómsmálaráðuneytisins og Byrgisins vegna fanga í fíkn. Sólveig Pétursdóttir dómsmálar. fer með gerð samningsins.
Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins vill fá að þakka Íslensku ríkisstjórninni, forsvarsmönnum Landspítalans, Pokasjóði verslunarinnar sem og einstaklingum og fyrirtækjum, einstakan stuðning og velvild í garð Byrgisins.
Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins vill fá að þakka Íslensku ríkisstjórninni, forsvarsmönnum Landspítalans, Pokasjóði verslunarinnar sem og einstaklingum og fyrirtækjum, einstakan stuðning og velvild í garð Byrgisins.