Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samningum um 95 fasteignir þinglýst í desember
Þriðjudagur 14. janúar 2020 kl. 10:21

Samningum um 95 fasteignir þinglýst í desember

Á Suðurnesjum var 95 kaupsamningum fasteigna þinglýst í nýliðnum desember, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Þar af voru 58 samningar um eignir í fjölbýli, 29 samningar um eignir í sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var 3.460 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,4 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af þessum 95 voru 74 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 48 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.698 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,5 milljónir króna.