SAMNINGAVIÐRÆÐUR UM SELTJÖRN
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við Jónas Pétursson vegna mannvirkja við Seltjörn. Lagt er til að Jónas haldi leigutíma í tvö ár eða út árið 2000 en bæjarstjóra er falið að semja um verðlag og greiðsluskilmála vegna mannvirkjanna og leggja það fyrir bæjarráð. Jónína Sanders ítrekaði við minnihluta bæjarstjórnar, sem gerði fyrirvara um allt málið, að bærinn væri ekki bundinn af einu eða neinu þó sest væri að samningaborði.