Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samningar um þjóðarsátt um læsi undirritaðir
Mánudagur 14. september 2015 kl. 09:26

Samningar um þjóðarsátt um læsi undirritaðir

– ráðherra undirritar í Grindavík og Reykjanesbæ á morgun

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur blásið til aðgerða til að bæta læsi íslenskra ungmenna, í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók menntamála.

Hluti af aðgerðinni er svokölluð þjóðarsátt um læsi þar sem ætlunin er að fá bæjar- og sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Íslandi til að undirrita þjóðarsáttina. Ráðherra mun fyrir hönd ríkisstjórnar undirrita þjóðarsáttina og stefnt er að því að ráðherra fari hringferð um landið og undirriti sáttina í öllum fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

Ráðherra verður á Suðurnesjum á morgun og mun undirrita samninga í Reykjanesbæ við heimamenn ásamt samningum Sandgerði og Garð. Þá fer ráðherra einnig til Grindavíkur og undirritar þar samninga við Grindavík og Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024