Þriðjudagur 14. maí 2002 kl. 14:14
Samkvæmi leyst upp í Sandgerði
Á laugardagskvöld barst kvörtun til lögreglu um mikinn hávaða í húsi í Sandgerði. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að ekkert skemmtanaleyfi var fyrir samkomunni og var því samkvæmið leyst upp. Að sögn lögreglu fór leyfislausa samkvæmið fram í Verkalýðshúsinu í Sandgerði.