Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Samkomulag við veitingamenn í Reykjanesbæ
  • Samkomulag við veitingamenn í Reykjanesbæ
Mánudagur 16. nóvember 2015 kl. 13:29

Samkomulag við veitingamenn í Reykjanesbæ

– sem miðar að fækkun brota og öflugri forvörnum

Opnunartími veitinga- og skemmtistaða í Reykjanesbæ verður styttur frá og með 1. desember nk. og reglur um persónuskilríki hertar. Þá skulu gestir hafa yfirgefið staðinn kl. 04.30. Ekki verður heimilt að hleypa inn á staðinn eftir kl. 04:00 né selja áfengi. Einungis verður tekið við gildum persónuskilríkjum, þ.e. ökuskírteini eða vegabréfi. Stefnt er að frekari styttingu opnunartíma að ári.

Þetta kemur fram í nýju samkomulagi sem Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum undirrituðu nýverið ásamt veitinga- og skemmtistaðaeigendum í Reykjanesbæ.

Markmiðið með samkomulaginu er m.a. að draga úr og helst útiloka að ungmenni undir lögaldri sæki skemmtistaði í Reykjanesbæ en ekki síður að fækka ofbeldis- og fíkniefnabrotum. Þó nokkrar ábendingar hafa borist til lögreglu og bæjaryfirvalda á undanförnum árum um ungmenni undir lögaldri á skemmtistöðum bæjarins.

Útideild Reykjanesbæjar verður á vaktinni ásamt lögreglu flestar helgar og ábendingar til Útideildar eru vel þegnar á [email protected]. Þá miðar samkomulagið að því að bæta umhverfi og umgengni í kringum skemmtistaði í sveitarfélaginu.

Með samkomulaginu verða reglur hertar varðandi framvísun skírteina á skemmtistöðum og einungis verður tekið við gildum skírteinum á borð við ökuskírteini eða vegabréf. Rétt er að vekja sérstaka athygli á að skilríkjafals er alvarlegt lögbrot og er meðhöndlað sem slíkt.

Bæjarstjórn Reykjanesbær ákvað á fundi sínum þann 6. október 2015 sl. að stefnt skuli að styttingu á opnunartíma veitingastaða í Reykjanesbæ. Þann 1. desember 2016 munu skemmtistaðir loka kl. 04:00. Þá verður ekki hleypt inn á staðinn eftir kl. 03:30 né selt áfengi eftir þann tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024