Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkomulag við fyrrverandi bæjarstjóra Garðs samþykkt
Föstudagur 14. desember 2012 kl. 09:39

Samkomulag við fyrrverandi bæjarstjóra Garðs samþykkt

Meirihluti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samkomulag við Ásmund Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjórnar Garðs. Samkomulagið var samþykkt með 4 atkvæðum meirihlutasamstarfs N og L lista. fulltrúar D lista sátu hjá við afgreiðsluna og bókuðu um málið:

„Samkomulag þetta og kostnaður þar að lútandi er afleiðing þess að nýr meirihluti var myndaður fyrr á árinu og þáverandi bæjarstjóra sagt upp störfum. Ábyrgð vegna þessa kostnaðar er því alfarið núverandi meirihluta og munu því fulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu þessa samnings“.

Ekki kemur fram í opinberum gögnum bæjarstjórnar Garðs í hverju samkomulagið er fólgið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024