Samkomulag um vöktun gönguleiða á Reykjanesi
Ferðamálasamtök Suðurnesja, Neyðarlínan og Girðir ehf hafa undirritað samkomulag um að Neyðarlínan taki að sér vöktun stikaðra gönguleiða á Reykjanesinu. Ferðamálasamtökin hafa haft forgöngu um að stika gönguleiðir á Reykjanesinu og er það verk komið vel á veg um þessar mundir.
Þegar verkefninu lýkur verða 23 gönguleiðir stikaðar með stikum Ferðamálasamtakanna samtals um 357 km að lengd.
Stikurnar eru appelsínugular að lit og er hver stika merkt með upphafsstöfum gönguleiðarinnar og númeri stikunnar. Leiðirnar eru mjög misjafnlega langar og sem dæmi þá er Ketilstígur sem liggur frá Seltúni í Krísuvík að Reykjavegi 4,5 km langur merktur með 56 stikum frá 1-56 og á hverri stikur eru upphafsstafir stígsins KETIL. Annað dæmi er Skógfellavegur milli Grindavíkur og Voga sem er 16 km langur með 228 stikur frá 1-228 hver stika með upphafsstöfunum SAND. Bilið á milli stika er um 70 metrar. Allar stikurnar á leiðunum eru mældar út með GPS tæki og stígarnir hnitaðir niður eftir stikunum. Það er fyrirtækið Girðir ehf sem hefur tekið að sér að setja stikurnar niður, mæla þær út og merkir. Neyðarlínunni hafa verið afhent hnitin af öllum þeim stikum sem komnar eru og mun Neyðarlínan hér eftir aðstoða þá sem lenda í villu eða óhappi á fyrrnefndum gönguleiðum og hringja í númar Neyðarlínunna 112.
Frekari upplýsingar um gönguleiðirnar fást á Upplýsingamiðstöð Reykjaness, hjá Ferðamálasamtökum Suðurnesja, Saltfisksetrinu í Grindavík, Byggðasafninu í Garði, Fræðasetrinu í Sandgerði og á www.reykjanes.is. Gönguleiðirnar eru merktar á gönguleiðakorti Ferðamálasamtakanna, Reykjanes, sem selt er í bókabúðum og upplýsingamiðstöðvum.
Mynd frá vinstri:
Þórhallur Ólafsson forstjóri Neyðarlínunnar,
Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Girðis.
Þegar verkefninu lýkur verða 23 gönguleiðir stikaðar með stikum Ferðamálasamtakanna samtals um 357 km að lengd.
Stikurnar eru appelsínugular að lit og er hver stika merkt með upphafsstöfum gönguleiðarinnar og númeri stikunnar. Leiðirnar eru mjög misjafnlega langar og sem dæmi þá er Ketilstígur sem liggur frá Seltúni í Krísuvík að Reykjavegi 4,5 km langur merktur með 56 stikum frá 1-56 og á hverri stikur eru upphafsstafir stígsins KETIL. Annað dæmi er Skógfellavegur milli Grindavíkur og Voga sem er 16 km langur með 228 stikur frá 1-228 hver stika með upphafsstöfunum SAND. Bilið á milli stika er um 70 metrar. Allar stikurnar á leiðunum eru mældar út með GPS tæki og stígarnir hnitaðir niður eftir stikunum. Það er fyrirtækið Girðir ehf sem hefur tekið að sér að setja stikurnar niður, mæla þær út og merkir. Neyðarlínunni hafa verið afhent hnitin af öllum þeim stikum sem komnar eru og mun Neyðarlínan hér eftir aðstoða þá sem lenda í villu eða óhappi á fyrrnefndum gönguleiðum og hringja í númar Neyðarlínunna 112.
Frekari upplýsingar um gönguleiðirnar fást á Upplýsingamiðstöð Reykjaness, hjá Ferðamálasamtökum Suðurnesja, Saltfisksetrinu í Grindavík, Byggðasafninu í Garði, Fræðasetrinu í Sandgerði og á www.reykjanes.is. Gönguleiðirnar eru merktar á gönguleiðakorti Ferðamálasamtakanna, Reykjanes, sem selt er í bókabúðum og upplýsingamiðstöðvum.
Mynd frá vinstri:
Þórhallur Ólafsson forstjóri Neyðarlínunnar,
Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Girðis.