Fréttir

Samkeppniseftirlitið leyfir samruna Nesfisks og Ný-fisks
Fiskverkunarhús Ný-fisks í Sandgerði.
Mánudagur 13. febrúar 2017 kl. 09:18

Samkeppniseftirlitið leyfir samruna Nesfisks og Ný-fisks

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna Nesfisks ehf. og Ný-fisks ehf. Eftirlitið telur að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiði samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Í úrskurði eftirlitsins segir að megin tilgangur Nesfisks sé sala fiskafurða, fiskverkun og útgerð. Tilgangur Ný-fisks sé fyrst og fremst fiskverkun og útflutningur. Dótturfélag Ný-fisks, Útgerðarfélag Sandgerðis ehf., er útgerðarfyrirtæki sem gerir út eitt fiskiskip. Því sé um að ræða láréttan samruna þar sem Nesfiskur kaupi allt hlutafé í Ný-fiski./dhe

Public deli
Public deli