Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkeppni um nafn í Grindavík
Mánudagur 24. ágúst 2015 kl. 10:51

Samkeppni um nafn í Grindavík

Félagsstarf Ungmennafélags Grindavíkur og Kvenfélags Grindavíkur verið flutt í nýja og glæsilega félagsaðstöðu í nýrri íþróttamiðstöð Grindavíkurbæjar við Austurveg. Ákveðið hefur verið að efna til nafnasamkeppni fyrir þessa nýju félagsaðstöðu. Skilafrestur er til og með 1. sepember nk.

Í nýju aðstöðunni eru bæði skrifstofuaðstaða og svo samkomusalur. Nafnið þarf að hafa skírskotun til þeirrar starfsemi sem fer fram í húsinu, sem er íþróttastarf, tómstundastarf, forvarnarstarf, samkomur en jafnframt verður hægt að leigja salinn undir veislur, fundi og aðra viðburði.  

Nafnið sem verður fyrir valinu verður tilkynnt við formlega opnun á nýja íþróttamannvirkinu í næsta mánuði.

Tillögur um nafn á sameiginlegri starfsstöð skal senda á netfangið [email protected], munið að senda með nafn, heimilisfang og símanúmer þess sem kemur með tillöguna.

Vinningur:
Í verðlaun eru árskort í nýju líkamsræktarstöðinni sem Gymheilsa ehf. rekur í íþróttamiðstöðinni og árskort fyrir tvo á heimaleiki UMFG í úrvalsdeild karla og kvenna í körfubolta í vetur.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024