Samkeppni um nafn á húsnæði fyrir eldri borgara í Vogum
Efnt verður til samkeppni um heiti á nýju húsnæði fyrir eldri borgara í Vogum. Undir lok nýs árs mun húsið verða tekið í notkun, en húsið er byggt upp með það að markmiði að sinna fólki sem vill búa í eigin íbúð en hefur þörf fyrir visst öryggi og nánd við þjónustu. Vinnuheiti húsnæðisins hingað til hefur verið Stórheimili, með vísan til búsetufyrirkomulags fyrri ára þar sem fjöldi einstaklinga bjó í sama húsi og veitti hverju öðru stuðning.
Þeir sem búa yfir tillögum að góðu nafni eru hvattir til að koma þeim á framfæri á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga. Það skal gert á þann hátt að tillaga að nafni, ásamt nafni og heimilisfangi höfundar, skal sett í umslag og því lokað. Utan á umslagið skal á ný skrifa tillöguna að nafni sveitarfélagsins og ,,dulnefni” höfundar. Skilafrestur er til og með 1. desember n.k.
Val nafnsins verður tilkynnt við vígslu húsnæðisins í desember n.k.
Mynd: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, lagði í síðustu viku hornstein að nýja húsnæðinu. VF-mynd: elg.
Þeir sem búa yfir tillögum að góðu nafni eru hvattir til að koma þeim á framfæri á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga. Það skal gert á þann hátt að tillaga að nafni, ásamt nafni og heimilisfangi höfundar, skal sett í umslag og því lokað. Utan á umslagið skal á ný skrifa tillöguna að nafni sveitarfélagsins og ,,dulnefni” höfundar. Skilafrestur er til og með 1. desember n.k.
Val nafnsins verður tilkynnt við vígslu húsnæðisins í desember n.k.
Mynd: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, lagði í síðustu viku hornstein að nýja húsnæðinu. VF-mynd: elg.