Heklan
Heklan

Fréttir

Samkeppni um nafn á göngustíg
Þriðjudagur 16. apríl 2013 kl. 15:42

Samkeppni um nafn á göngustíg

Undanfarin misseri hafa Grindavíkurbær, Bláa Lónið og HS Orka unnið í sameiningu að gerð göngu- og hjólreiðastígs á milli Grindavíkur og Bláa Lónsins. Stígurinn er um 5 km langur og er gerð hans langt komin. Hann verður vígður formlega í Jarðvangsviku þann 15. maí nk.
 
Ákveðið hefur verið að hafa samkeppni um nafn á stíginn. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir höfund nafnsins eða eins árs fjölskyldukort í Bláa Lónið og gjafabréf á Lava restaurant.
Vinsamlegast sendið tillögu að nafni á stíginn á netfangið [email protected] í síðasta lagi föstudaginn 3. maí n.k. kl. 12:00. Munið að senda með fullt nafn og símanúmer.
 
Miklar vonir eru bundnar við þennan nýja stíg hvað varðar ferðaþjónustu og útivist á svæðinu.  Göngu- og hjólreiðastígurinn var lagður í tvennu lagi, fyrst frá Grindavík og í Selskóg við Þorbjarnarfell síðasta sumar og er óhætt að segja að hann hafi slegið strax í gegn. Nú er seinni áfangi stígsins, frá Selskógi í Bláa Lónið, að verða tilbúinn en sá hluti liggur í gegnum úfið og ægifagurt hraunið og er vel þjappaður með fínu efni þannig að auðvelt er að hjóla hann fyrir þá sem vilja.
 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25