Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkeppni um miðjan miðbæ
Föstudagur 13. febrúar 2009 kl. 08:41

Samkeppni um miðjan miðbæ



Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að efna til samkeppni um nýjan miðbæ, sem miði meðal annars að því að í uppbyggingu Festis verði gert ráð fyrir mennta- og menningarhúsi. Á næsta bæjarráðsfundi verði skipuð nefnd um ofangreind málefni.
 

Þá var kynnt skýrsla um ástand Festis. Bæjarstjórn samþykkti að hefja þegar vinnu við að vernda húsið fyrir frekari skemmdum. Farið verði í hefðbundnar múrframkvæmdir, endurmálun utanhúss og glerjun ásamt því að hreinsa húsið að innan. Framkvæmdir miði að því að vernda sérstaklega salarkynni og andyri. Ákveðið var að fela forstöðumanni tæknisviðs að gera kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð.

www.grindavik.is greinir frá.

-----

Efri mynd:
Teikningin sýnir hugmynd að mennta- og menningarhúsi (viðbygging við Festi) sem Lóa Kristín Ólafsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir hjá Inn Ark gerðu á sínum tíma.


Neðri mynd:
Margir Grindvíkingar eiga góðar minningar tengdar Festi og finnst vænt um þetta fornfræga samkomuhús. Það hefur ekki verið mikil reisn yfir húsinu undanfarið og skemmdarvargar hafi látið til sín taka eins og sést á þessari mynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024