Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. nóvember 2002 kl. 15:40

Samkeppni um bæjarhlið

Í nýrri framtíðarsýn og stefnumótun Reykjanesbæjar sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í gær er gert ráð fyrir að komið verði upp sérstöku bæjarhliði. Í verkefnaáætlun segir: „Reykjanesbær mun standa fyrir samkeppni um gerð listaverka eða umhverfisverka, sem stuðla að fallegra umhverfi og einkennandi eru fyrir Reykjanesbæ. Þar verði ekki síður litið til verka sem þegar hafa verið mótuð af heimamönnum en gætu sómað sér vel í stærri gerð á góðum stað.“ Gert er ráð fyrir að hugmyndasamkeppni um verkefnið verði sett á laggirnar í janúar á næsta ári og að bæjarhliðið verði komið upp í mars árið 2004, en í verkefnaáætlun segir að óskað sé eftir hugmyndum um listaverk við innkomur í bæinn frá sjó og landi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024