Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 23. apríl 2002 kl. 16:06

Samkeppni í innritun í Leifsstöð

Flugstöð Lefis Eiríkssonar hefur samið við fyrirtækið Vallarvini um aðstöðu til flugþjónustu í flugstöðinni. Um er að ræða þjónustu við farþega í flugstöðinni fyrir og eftir flug en í því felst meðal annars innritun, töskumeðhöndlun og þjónusta við flugfélög ásamt almennri farþegaþjónustu.Þessi þjónusta hefur verið í höndum Flugleiða og dótturfyrirtækis Flugleiða, IGS, og er þetta því stórt skref í flugþjónustu hér á landi. Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Leifsstöðvar sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta væru tímamót fyrir flugþjónustu í Leifsstöð og að samkeppni af þessu tagi væri aðeins af hinu góða með tilliti til verðsamanburðs en Leifsstöð hefur oft þurft að sæta gagnrýni fyrir flugvallargjöld. Fyrirtækið Vallarvinir var stofnað árið 1997 og fengu þeir rekstarleyfi til flugþjónustu, en enga aðstöðu á sínum tíma og lögðu þeir því fram kæru til samkeppnisráðs og sköpuðust í kjölfarið heitar umræður í kringum það mál þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rekin sem ríkisstofnun. Eftir að Flugstöðinni var síðan breytt í hlutafélag var ákvðeðið breyta innritunaraðstöðunni með tilliti til þess að fleiri aðilar gætu haft afnot af þeirri aðstöðu og hefur síðan í kjölfarið verið gengið frá samningum við Vallarvini.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024