Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samkaup vann Spotifty
Þau Sædís Kristjánsdóttir, Ólöf Ragna Guðnadóttir og Sandra Björk Bjarkadóttir, hluti mannauðsteymisins, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-og samskiptasviðs og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa veittu verðlaununum viðtöku í Osló sl. laugardag. 
Mánudagur 29. ágúst 2022 kl. 14:39

Samkaup vann Spotifty



Samkaup vann Spotify

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkaup hlutu norræn verðlaun á Blaze Awards í Osló um helgina og hafði betur gegn þekktum fyrirtækjum á Norðurlöndum. Fyrirtækið var verðlaunað fyrir framlag sitt til jafnréttismála.  

Norræna jafnréttisverðlaunahátíðin Blaze Awards 2022 fór fram í Osló síðastliðinn laugardag og urðu Samkaup þar hlutskörpust í flokki samvirkni (e. synergist) á norðurlöndunum. Flokkurinn nær yfir fyrirtæki sem hafa skuldbundið sig til að vinna að bættu jafnrétti innan fyrirtækisins og með þeim hætti haft áhrif út í nærsamfélagið. 

Samkaup voru fyrr í sumar valin úr hópi fjögurra íslenskra fyrirtækja og var það jafnréttisátakið Jafnrétti fyrir alla – Samkaup alla leið sem unnið var í samvinnu við Samtökin ´78, Þroskahjálp og Mirru fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, sem tryggði Samkaup áfram í úrslit. 

Samkaup öttu því kappi við önnur öflug norræn fyrirtæki,  sem einnig höfðu borið sigur úr býtum í sínum heimalöndum og voru það hið sænska Spotify, Futurice frá Finnlandi, Develop Diverse frá Danmörku og Sopra Steria frá Noregi.

Norsku samtökin Diversify veittu verðlaunin en meginmarkmið samtakanna er að hampa og varpa ljósi á brautryðjendur, fyrirtæki og einstaklinga, sem skara fram úr og vinna markvisst að því að stuðla að bættri fjölbreytni, atvinnuþátttöku minnihlutahópa og jafnrétti almennt innan fyrirtækja á norðurlöndunum. 

„Við erum ákaflega stolt og þakklát fyrir að hljóta þessa viðurkenningu. Samkaup hafa sett sér háleit og metnaðarfull markmið og við erum bara rétt að byrja. Blaze verðlaunin eru okkur mikilvæg hvatning á þeirri vegferð sem við höfum verið á og styrkja okkur enn frekar í að halda áfram að vera leiðandi vinnustaður þar sem unnið er markvisst gegn fordómum og hvers kyns mismunun, sem svo skilar sér tvímælalaust út í samfélagið okkar,” segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa. 

Auk Samkaupa hlaut Charlotte Biering hjá Marel verðlaun á hátíðinni en hún sigraði í flokki brautryðjanda (e.The Trailblazer). 

Verðlaunin eru þau þriðju sem Samkaup hljóta á árinu á sviði mannauðs- og jafnréttismála og ber þar hæst að nefna Menntaverðlaun atvinnulífsins en þar að auki var Gunnur Líf valin millistjórnandi ársins hjá Stjórnvísi.
Samkaup reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Alls starfa um 1.300 manns hjá fyrirtækinu í fullu starfi eða hlutastarfi.