Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkaup úthluta styrkjum til samfélagsmála fyrir jólin
Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa frá Grindavíkurkirkju, Velferðarsjóði Suðurnesja og Njarðvíkurkirkju ásamt Bjarka Þór Árnasyni verslunarstjóra.
Þriðjudagur 22. desember 2015 kl. 20:16

Samkaup úthluta styrkjum til samfélagsmála fyrir jólin

Samakup hf., sem m.a. rekur verslunarkeðjurnar Nettó, Samkaup Úrval, Samkaup Strax og Kaskó. úthluta árlega í desember fjölmörgum styrkjum til hinna ýmsu samfélagsmála. Þetta er gert  samkvæmt stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð. Koma þessir styrkir til viðbótar við önnur samstarfsverkefni sem Samkaup styrkja víðsvegar um landið á hinum ýmsu sviðum allt árið um kring.

Nú í desember voru veittir styrkir til: Velferðarsjóðs Suðurnesja sem er í umsjón Keflavíkurkirkju, Velferðarsjóðs Ytri-Njarðvíkurkirkju, Grindavíkurkirkju, Hjálpræðishersins í Reykjavík, Fjölskylduhjálpar Íslands, Borgarneskirkju, Selfossprestakalls, Mæðrastyrksnefndar Akureykar, Samhljóms sem er fjölskyldu- og styrktarsjóður í Þingeyjarsýlsu, Styrktarsjóðs Húnvetninga, Karmelsystra á Akureyri, Karmelítuklausturs í Hafnarfirði og til kærleiksboðbera í Reykjavík.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024