Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkaup strax matvöruverslun opnar á gamla varnarsvæðinu
Laugardagur 29. september 2007 kl. 14:13

Samkaup strax matvöruverslun opnar á gamla varnarsvæðinu

Samkaup strax matvöruverslun hefur opnað á gamla varnarsvæðinu sem nú hýsir háskólasvæði og um 700 manns búa á.

Verslunin verður opin alla daga fram á kvöld en hún er í húsnæði sem áður hýsti aðra matvöruverslun varnarliðsins, Mini Mart og er um 600 fermetrar. Samkaup strax ætlar að bjóða fjölbreytt úrval matvöru og einnig ritföng.

„Þetta kom snöggt til og við höfum haft hraðar hendur við að gera klárt hér á Vellinum. Við lítum björtum augum á þetta svæði sem á líklega bara eftir að vaxa,“ sagði Sturla Eðvarðsson sem afhenti Leikskólanum Völlum á Vellinum 200 þús. króna peningagjöf við formlega opnun síðdegis í dag. Krakkar af leikskólanum sungu fyrir Samkaupsfólk við opnunina.

Fyrstu óformlegu viðskiptavinirnir voru þeir Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri háskólasamfélagsins Keilis og Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar en þeir keyptu sitt hvorn blómvöndinn og afhentu hann framkvæmdastjóra Samkaupa, Sturlu Eðvarðssyni við kátínu viðtstaddra.

Það var síðan Sandgerðingurinn Guðrún Inga Sigurðardóttir sem var fyrsti alvöru viðskiptavinur nýju Samkaups verslunarinnar. Hún var leyst út með bresku konfekti.

 

Mynd/pket: Guðrún Inga Sigurðardóttir var fyrsti viðskiptavinur nýju verslunarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024