Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkaup sterkt á Ljósanótt
Fimmtudagur 4. september 2008 kl. 13:07

Samkaup sterkt á Ljósanótt


Samkaup er einn stærsti styrktaraðili Ljósanætur í Reykjanesbæ og hefur verið traustur styrktaraðili hátíðarinnar frá upphafi. Samkaup koma með veglegum hætti að Ljósanótt í ár og undirrituðu Kjartan Már Kjartansson frá Samkaupum og Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar samning um samstarfið við skessuhellinn í Gróf í vikunni.

Aðstandendur Ljósanætur þakka Samkaup rausnarlegan stuðning við þessa menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar. Það kom fram hjá Samkaupsmönnum að það væri eitt af markmiðum fyrirtækinsins að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og taka þátt í verkefnum í samfélaginu eins og Ljósanótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson