VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Samkaup innkalla frosin jarðarber
Mánudagur 19. september 2022 kl. 10:36

Samkaup innkalla frosin jarðarber

Samkaup hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stöðvað sölu á frosnum jarðarberjum, 1.200 g pakkningum undir merkjum Great Taste, og innkalla vöruna frá neytendum sem keyptu hana í Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni eða Iceland.

Ástæða innköllunar er að efnið omethoate mældist yfir mörkum eins og þau eru skilgreind eru í reglugerð. Matvæli sem innihalda mikið magn þessa efnis eru ekki örugg til neyslu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

• Vörumerki: Great Taste

• Vöruheiti: Strawberry

• Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 28.07.2023

• Nettómagn: 1.200 g

• Strikamerki: 5706911001123

• Framleiðandi: Framleitt fyrir Geia Food í Danmörku

• Framleiðsluland: Kína

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

VF jól 25
VF jól 25