Samkaup innkalla Coop maískorn
Samkaup hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, ákveðið að innkalla af markaði frosinn maís frá Coop þar sem grunur leikur á um að maísinn kunni að vera mengaður af listeríu.
Coop matvælaframleiðandinn hefur gripið til sams konar innköllunar í samráði við matvælayfirvöld í Danmörku. Maískornin eru seld í verslunum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar, Samkaupum Strax og Seljakjör.
Neytendum er ráðlagt að farga vörunni eða skila vörunni í næstu verslun Samkaupa.