Samkaup hf. styrkir menningarmál
Samkaup hf afhenti Leikfélagi Keflavíkur og Listasafni Reykjanesbæjar sitthvorar 300.000.- krónurnar í lok frumsýningar leikfélagsins á unglingaleikritinu „Þetta er allt vitleysa Snjólfur”. Það vakti mikla gleði hjá aðstandendum Leikfélags Keflavíkur og leikhúsgestum þegar Skúli Skúlason frá Samkaupum kvaddi sér hljóðs eftir frumsýninguna og kallaði til sín formann og gjaldkera félagsins og afhenti þeim peningana. Skúli sagði við það tilefni að Leikfélagið hafi um áratugaskeið verið þungamiðjan í listalífi á Suðurnesjum og nú seinni árin hefur farið vaxandi að valin eru verkefni tengd ungu fólki, það hefur án efa styrkt unglingamenningu á svæðinu. Sagði Skúli að þetta hefði athygli þeirra hjá Samkaupum.
Þá afhenti Skúli Listasafni Reykjanesbæjar kr. 300.000.- til sýningahalds. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi tók við peningunum. Aðspurður sagði Skúli það mikilvægt að listasafnið hefði tækifæri til þess að standa að sýningum á safninu. „Listasafn Reykjanesbæjar varð til við sameininguna 1994 og telur um 200 listaverk, nú hefði safnið til afnota hluta af Duus húsum en ljóst er að kostnaður við að koma upp sýningum væri talsverður”, sagði Skúli við þetta tilefni.
Þá afhenti Skúli Listasafni Reykjanesbæjar kr. 300.000.- til sýningahalds. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi tók við peningunum. Aðspurður sagði Skúli það mikilvægt að listasafnið hefði tækifæri til þess að standa að sýningum á safninu. „Listasafn Reykjanesbæjar varð til við sameininguna 1994 og telur um 200 listaverk, nú hefði safnið til afnota hluta af Duus húsum en ljóst er að kostnaður við að koma upp sýningum væri talsverður”, sagði Skúli við þetta tilefni.