Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 19. desember 2000 kl. 05:21

Samkaup hf. og Staðarborg í Grindavík sameinast

Staðarborg ehf. sem rekið hefur verslunina Samkaup í Grindavík (áður Staðarkaup) og verslunina Miðbæ í Keflavík hefur nú sameinað rekstur sinn rekstri Samkaupa ehf.
Samkaup hf. er nú 100% eigandi þessara verslana en fyrrum eigendur Staðarborgar ehf. Ómar Jónsson og fjölskylda starfa áfram við reksturinn og eru nú hluthafar í Samkaupum hf.
Í frétt frá Samkaupum segir að sameining þessi sé gerð með það fyrir augum að ná fram hagræðingu í rekstri og betri nýtingu kostnaðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024