Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkaup fær lóð undir höfuðstöðvar
Miðvikudagur 14. mars 2007 kl. 09:18

Samkaup fær lóð undir höfuðstöðvar

Jarðvegsframkvæmdir standa yfir þessa daga á Samkaupslóðinni við hliðina á KFC á reit þar sem fasteignafélagið Urtusteinn hyggst reisa nýjar höfuðstöðvar Samkaupa og Kaupfélags Suðurnesja.
Skipulagsyfirvöld í Reykjanesb úthlutuðu nýlega lóðinni til Urtusteins og er verið að undirbúa hana fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir.

Sem kunnugt er stóð um tíma nokkur styr um málið í bæjarráði Reykjanesbæjar eftir að meirihluti bæjarráðs hafnaði tillögu minnihlutans þess efnis að Samkaup fengi umrædda lóð en meirihlutinn vildi kalla eftir skýrari hugmyndum um nýtingu svæðisins.

VF-mynd: Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024