Fréttir

Samið við ríkið um lífeyrisskuldbindingar DS
Föstudagur 10. nóvember 2017 kl. 09:36

Samið við ríkið um lífeyrisskuldbindingar DS

-Ríkið borgar 97% og sveitarfélögin 3%

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samning við ríkissjóð um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga vegna hjúkrunarheimilanna Garðvangs og Hlévangs. Jafnframt samþykkir bæjarráð drög að samningi á milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Garðs, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Voga um uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna hjúkrunarheimilis sveitarfélaganna og felur bæjarstjóra að undirrita samningana.

Um er að ræða skuldbindingar að fjárhæð kr. 1.149 milljónir, samkvæmt uppreikningi Talnakönnunar. Samkomulagið er um að ríkið taki yfir 97% af skuldbindingunum en aðildarsveitarfélög DS 3%. Að ósk fjármálaráðuneytis var Reykjanesbær samningsaðili ráðuneytisins um frágang málsins og sveitarfélögin á Suðurnesjum, sem áttu aðild að DS, gera samning sín á milli um skiptingu greiðslu hluta þeirra.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024