Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Samið við ÍAV um Flugvelli
Fimmtudagur 30. mars 2017 kl. 06:00

Samið við ÍAV um Flugvelli

Í gær undirrituðu Reykjanesbær og verktakafyrirtækið IAV verksamning á verkinu „Flugvellir – gatnahönnun og lagnir“. Verkið er fólgið í gerð nýrra gatna við Flugvelli í Reykjanesbæ, þ.e.a.s. uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingum í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, lagningu lagna vegna götulýsingar, reisingu ljósastaura, útlagningu jöfnunarlags undir malbik, malbikun og tengingu lagna við núverandi lagnir. Verkið hefst í byrjun apríl nk. og á að vera lokið í ágúst 2017.
 
Nær öllum lóðum við Flugvelli hefur verið úthlutað og því líklegt að byggingaframkvæmdir hefjist í sumar. Helstu magntölur eru gröftur fyrir götum, um 38.600 m³, fyllingar í götur, um 34.000 m³, malbikun gatna, 14.600 m², fráveitulagnir, um 3400 m. Verki skal lokið eigi síðar en 31. júlí 2017.
 

Frá undirritun samnings um verkið, f.v. Gunnar Páll Viðarsson verkefnastjóri hjá ÍAV, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, Sigurður R. Ragnarsson forstjóri ÍAV og Kristján Arinbjarnarson framkvæmdastjóri tækni og þjónustu hjá ÍAV.

Public deli
Public deli