Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samið við Heiðarskóla um flippað kennsluefni
Frá undirritun samnings Keilis og Heiðarskóla. Haraldur Axel Einarsson aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, undirrita samninginn en þeir Árni Sigfússon bæjarstjóri, Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri og Illugi Gunnars
Föstudagur 25. október 2013 kl. 10:11

Samið við Heiðarskóla um flippað kennsluefni

Samningur hefur verið undirritaður milli Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og Heiðarskóla í Reykjanesbæ um að allt efni í stærðfræði 8. - 10. bekkja verði tekið upp til notkunar í speglaðri kennslu. Þá er í undirbúningi að taka upp þrjár aðrar kennslugreinar með sama hætti.

Á dögunum var opnuð heimasíða með kennsluefni í náttúrufræði ætlaður nemendum og kennurum í 8. - 10. bekk grunnskóla. Vefurinn er afurð grunnskólakennara og Keilis við þróun speglaðra kennsluhátta. Hægt er að skoða heimasíðuna á slóðinni www.flipp.is.

Óhætt er að segja að mikill áhugi skólafólks sé á að laga lærdómsferlið betur að nútímanum. Spegluð kennsla virðist geta þjónað þeim markmiðum vel og Ísland er sannarlega í forystu með þetta skemmtilega form á námi og kennslu.
 
Hægt er að kynna sér nánar speglaða kennsluhætti á heimasíðu Keilis á slóðinni www.keilir.net/flipp


Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vottuðu samninginn á milli Keilis og Heiðarskóla. VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024