Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 14. ágúst 2002 kl. 17:18

Samið við annan aðila um nýja sorpeyðingarstöð

Að undanförnu hefur staðið yfir útboðsferli hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. vegna nýrrar sorpmóttöku- og sorpbrennslustöðvar. Eftir að tekið hafði verið tilboði lægstbjóðanda Heklu/Járnbendingar í aprílmánuði í vor kom í ljós að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við tilboð sitt og var því tilboðinu rift. Að ráðleggingu Ríkiskaupa sem hefur annnast útboðin var í framhaldinu farið út í svokallað samningskaupaferli þar sem tilboðsgjöfum úr fyrra ferlinu var gefinn kostur á að endurnýja og/eða koma fram með ný boð.
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sagði að sjö fyrirtæki hafi lagt inn tilboð og lauk samningskaupaferlinu þann 23. júlí sl. Þann sama dag ákvað stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. á fundi sínum að ganga til samninga við Héðinn hf. en þeirra tilboð hafði hlotið hæstu einkunn í stigagjöf matsnefndar Sorpeyðingarstöðvarinnar.
Stjórn Sorpeyðingarstöðvarinnar veitti einnig heimild til undirritunar samnings við Héðinn hf. með fyrirvara um staðfestingu sveitar- stjórnanna og var samningur undirritaður þann 27. júlí sl. Í þeim samningi er gert ráð fyrir að í síðasta lagi 20. ágúst n.k. verði búið að afla staðfestingar
sveitar- stjórnanna og að fyrsta greiðsla fari fram.
Kynningarfundur var haldinn með fulltrúum sveitarstjórna í gær og var hann jákvæður að sögn Guðjóns.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024