Samið við 91% landeigenda um línustæðið
Landsnet hf. hefur svarað fyrirspurn bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga um lagningu Suðurnesjalínu 2 og uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi. Í svarinu kemur m.a. fram að Suðurnesjalína 2 muni liggja um land Sveitarfélagsins Voga á um 17,5 km kafla og að gengið hafi verið frá samningum við eigendur réttinda sem samsvara u.þ.b. 9 km lands, eða um 52% af nauðsynlega réttindum fyrir línuna.
Í bréfinu kemur fram að samið hafi verið við 91% landeigenda um línustæðið í sveitarfélaginu. Einnig kemur fram í bréfinu að kostnaður við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 er áætlaður 2,2 miljarðar króna.