Samið um skipun hjálparliðs almannavarna
Samningur um skipun hjálparliðs almannavarna á Suðurnesjum var undirritaður um nýliðna helgi. Samningurinn kveður á um boðun hjálparliðsins og aðkomu að stjórnun aðgerða sem byggir á áhættuskoðun almannavarna og þeim viðbragðsáætlunum sem í gildi eru.
Að þessum samningi koma Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum, björgunarsveitirnar Suðurnes frá Reykjanesbæ, Þorbjörn frá Grindavík, Sigurvon frá Sandgerði, Ægir frá Garði og Skyggnir frá Vogum, slysavarnadeildirnar Þórkatla frá Grindavík og Una frá Garði og kvennasveitin Dagbjörg frá Reykjanesbæ.