Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samið um skipun hjálparliðs almannavarna
Myndin var tekin við þetta tækifæri.
Þriðjudagur 14. janúar 2014 kl. 07:17

Samið um skipun hjálparliðs almannavarna

Samningur um skipun hjálparliðs almannavarna á Suðurnesjum var undirritaður um nýliðna helgi. Samningurinn kveður á um boðun hjálparliðsins og aðkomu að stjórnun aðgerða sem byggir á áhættuskoðun almannavarna og þeim viðbragðsáætlunum sem í gildi eru.

Að þessum samningi koma Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum, björgunarsveitirnar Suðurnes frá Reykjanesbæ, Þorbjörn frá Grindavík, Sigurvon frá Sandgerði, Ægir frá Garði og Skyggnir frá Vogum, slysavarnadeildirnar Þórkatla frá Grindavík og Una frá Garði og kvennasveitin Dagbjörg frá Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024