Samið um ímynd Reykjaness
Sóknaráætlun Suðurnesja var tekin til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Garðs. Fyrir liggja drög að samstarfssamningi milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Sveitarfélagsins Garðs, um sameiginlegt verkefni við að bæta ímynd Reykjaness. Í samningnum felst ekki fjárhagsleg skuldbinding fyrir sveitarfélagið.
Á fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Sveitarfélagsins Garðs.