Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samgönguráðherra svaraði fyrirspurn um breikkun Reykjanesbrautar
Föstudagur 28. mars 2003 kl. 15:17

Samgönguráðherra svaraði fyrirspurn um breikkun Reykjanesbrautar

Í fyrirspurnartíma til ráðherra Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í morgun lagði Steinþór Jónsson formaður áhugahóps um breikkun Reykjanesbrautar fram fyrirspurn til Samgönguráðherra. Í fyrirspurn Steinþórs kom fram að í ljósi aðstæðna við Reykjanesbraut hafi verktakar upplýst að aðkoma að efnisnámum verði mjög óhagstæða og dýr ef umferði verði hleypt á þennan fyrsta kafla áður en heidarverki ljúki. Steinþór spurði samgönguráðherra hvort Sjálfstæðismenn muni beita sér fyrir frekari flýtingu og tryggja verklok framkvæmdinnar í beinu framhaldi af núverandi verkhluta. Steinþór spurði ennfremur hvort Samgönguráðherra gæti upplýst hvenær hann sjái það fyrir sér að landsmenn geti keyrt örugga og tvöfalda Reykjanesbraut alla leið. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði að framkvæmdirnar væru mjög mikilvægar og taldi að ef útboð yrðu jafn hagstæð í síðari hluta breikkun Reykjanesbrautar og tilboðið í fyrri hlutan þá væri ekkert því til fyrirstöðu að ganga til verks og klára breikkun brautarinnar. Samgönguráðherra sagði ennfremur að hann vildi ekki gefa út nein tímamörk og ítrekaði að framkvæmdahraði myndi byggjast á niðurstöðum útboðs í síðari hluta framkvæmdarinnar.


VF-ljósmynd: Frá framkvæmdum við breikkun Reykjanesbrautarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024