Samgönguráðherra og samgöngunefnd vilja fund með Stopp-hópnum
Samgönguráðherra hefur óskað eftir fundi með talsmönnum Stopp-hópsins. Þá hefur samgöngunefnd Alþingis einnig óskað eftir fundi með hópnum. Frá þessu er greint í hópnum Stopp - hingað og ekki lengra en hópurinn berst fyrir auknu umferðaröryggi á Reykjanesbraut.
Beðið verður með aðgerðir eins og lokun Reykjanesbrautar þar til eftir fundinn með samgönguráðherra, segir Guðbergur Reynisson í færslu í Stopp-hópnum.