Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 30. júlí 2001 kl. 15:47

Sameiningin góð fyrir íbúa í Gerðahreppi

"Bæjarbúar eru almennt mjög sáttir. Hitaveita Suðurnesja er öflugt fyrirtæki og við óttumst ekki að menn fari að sprengja upp verðið, stefnan hefur verið að halda því lágu," segir segir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Gerðahreppi en nú er nokkrir mánuðir síðan sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum skiptu á milli sín rúmlega milljarðs arðgreiðslu í kjölfar sameiningar veitustofnana á svæðinu. Auk frekari arðgreiðslna munu sveitarfélögin eiga þann kost að ráðstafa eignarhlut sínum að vild. "Menn höfðu skiptar skoðanir og áherslupunkta í byrjun en samstarfið hefur verið mjög gott að undanförnu á milli sveitarfélaganna hér á Suðurnesjum," segir Sigurður og tekur fram að menn hafi orðið ásáttir um að taka ekki mikið fé út úr fyrirtækinu eða veikja það að öðru leyti. "Menn sáu fyrir sér stærra markaðssvæði og það yrði hagkvæmara bæði fyrir okkur og Hafnfirðinga að slá þessu saman," segir Sigurður og tekur fram að samstarfið við Hafnfirðinga hafi verið með besta móti. Frétt af Vísir.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024