Sameiningarviðræður við VR samþykktar
Fjölmennur aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja, sem haldinn var í gærkvöldi, 26. apríl samþykkti einróma tillögu formanns VS, Guðbrands Einarssonar, um að heimila stjórn félagsins að hefja viðræður við VR um sameiningu félaganna.
Að loknum viðræðum milli félaganna verði niðurstaðan lögð fyrir félagsmenn í allsherjaratkvæðagreiðslu.
Gestir fundarins voru Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Gils Einarsson, fyrrverandi formaður Verslunarmannafélags Suðurlands sem sameinaðist VR í fyrra.
Fundarstjóri var Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.